
Viltu læra að sigla?

Má bjóða þér í félagið
Vogur er félag fyrir alla þá sem hafa áhuga á siglingum.
Vogur er 40 ára gamalt siglingafélag, sem hefur legið í dvala í nokkur ár. Núna er búið að endurvekja félagið og bjóðum við þér og þínum að vera með okkur að byggja upp skemmtilegt félag.
Skráningargjald í félagið er 2.000 kr. á ári fyrir hverja fjölskyldu.

Spennandi siglinganámskeið
Vogur býður upp á skemmtileg námskeið fyrir börn á aldrinum 9-15 ára þar sem grunnatriði í kænusiglingum eru kennd. Við leggjum áherslu á öryggi, skemmtun, notkun á búnaði og hvernig á að nálgast sjóinn á öruggan hátt.
Námskeiðsgjald fyrir vikunámskeið er 15.000 kr. á barn.
